Leita í fréttum mbl.is

Góðir hlutir gerast hægt!

Hejsan svejsan! Maður þarf að skella sér í sænskuna af og til til að rifja hana upp, sérstaklega þegar ferð til Svíþjóðar fer að nálgast.  Við fengum að vita í vikunni að búið er að skipuleggja eftirlitsheimsókn fyrir mig og förum við 3 júlí.  Prógrammið er stíft í 3 daga - heilalínurit, hjartalínurit, lööööng augnskoðun, heimsókn til hormónalæknis, blóðprufur of course, og síðast beinmergstaka og vefjasýnataka úr lungunum.  Við báðum um að sleppa tannlækninum, þar sem við erum með fínan tannlækni hér heima, og eins nennum við ekki að hitta félagsráðgjafann þar sem við búum hér á Íslandi en ekki í Svíþjóð og markmiðið með að hitta félagsráðgjafann er fyrst og fremst hugsað í tengslum við félagslega aðstoð.  Annars værum við alveg til í að hitta hann og hana (þau eru í teymi) yfir kaffibolla og spjalla, því þau hafa reynst mömmu og pabba vel í bæði skiptin og tekið upp mál á spítalanum í Svíþjóð sem mömmu fannst ganga út yfir öll mörk, en með því að taka það upp með deildunum var það líka lagað - sem er frábært!  Semsagt, þar sem þessi ferð lendir á sumarfrístímanum erum við sko að spá í að fara öll saman!!  Í fyrsta sinn í tvö ár sem við færum öll saman til Svíþjóðar og mikið væri nú gaman ef niðurstöðurnar væru góðar og við gætum notið þess að fara saman í tívolí og kannski Astrid Lindgren garðinn (en ég hef aldrei komið í hann bara Nikulás og Tekla).  Við ætlum semsagt að lengja ferðina smá og gera smá frí úr henni - heitasta óskin er að sjálfsögðu sú að allt líti vel út svo við getum öll upplifað þessa ferð sem hálfgerða sigurferð þar sem þetta er stór áfangi í mínu veikindaferli.  Málið er nefnilega það að þó svo að við höngum ekki í neinum tímaramma þá er samt gríðarlega stór áfangi fyrir mig að hvítblæðið hafi ekki tekið sig upp aftur, og ef eitt ár bætist við þá gefur það okkur auknar vonir um framtíðarbata.  Pjúff, þvílík langloka!  Anyways, þá er niðurgangurinn loks að láta undan síga eftir næstum 2 vikna stanslausan rennikúk (pardon my French!) og nú get ég vonandi farið að bæta aðeins á mig aftur, en ég léttist allt of mikið þannig að 12 kílóa takmarkið stóð ekki nema í 1 dagShocking  Skítt með það (he, he, skítt sko - þið vitið, niðurgangur!), ég er sprækur þessa dagana og ég eeeeeelska lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða.  Njótum þess að vera til og ég tek aðra mér til fyrirmyndar þegar ég minni ykkur á kæru lesendur að sýna og segja þeim sem þið ferðist með að ykkur þyki vænt um þá og verið dugleg að kyssast og knúsast, það gefur lífinu gildiHalo

Með væntumþykjufyrirlífinukveðju,

Benjamín Nökkvi SúperOfur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ duglegi strákur, mamma kíkir stundum hérna inn til þess að fylgjast með þér.  Ættlaði nú að vera búin að kvitta fyrir löngu en svona er þetta stundum.  Fólk rugglar okkur stundum saman þegar það hittir mig fyrst því að nöfnin okkar eru svo lík og það hafa svo margir heyrt af þér eða lesið síðuna þína.

Vonandni gengur allt vel hjá þér áfram

kv. Benjamín Rökkvi og mammslan hans

Benjamín Rökkvi næstum því nafni þinn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Þórunn Eva

vonandi getið þið haft það gott í svíðþjóð áfram :)

súper dúper ofurkveðjur Þórunn Eva

Þórunn Eva , 30.5.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband