Leita í fréttum mbl.is

Kominn á tvö hjól, sko!!

Hæ, hó, hí, verð að fá að deila með ykkur skemmtilegri framför hjá mér sem okkur fjölskyldunni finnst dásamleg - Ég er farinn að hjóla á tvíhjóli!!!  Ég notast að sjálfsögðu við hjálpardekk, en fyrir lítinn kall sem fór ekki að ganga fyrr en fyrir rúmu ári síðan þá hlýtur þetta að vera merki um aukinn styrk í fótunum mínum og aukið úthald og það er bara geggjað!  Afi Hörður bætti gamla tvíhjólið hans Nikulásar og á tveimur dögum lærði ég að hjóla á því, frá því að þurfa hjálp með pedalana og koma mér af stað í það að þeysast hring eftir hring (inni - úr holinu í stofuna og gegnum eldhúsið).  Gersamlega frábært alveg, og mömmu og pabba finnst æði að heyra mig segja "ég fer svooooo hratt!!". Ég tók upp á því að fá þvílíka magapest í fyrrinótt, ældi og ældi þannig að mömmu stóð sko ekki á sama, og þegar ég var búinn að gubba ca.20 sinnum sofnaði ég úrvinda, vaknaði svo aðeins hressari en hafði og hef litla lyst.  Ég fór því ekkert í leikskólann í gær og í dag, en amma passaði mig í dag svo að mamma kæmist í vinnuna.  Er samt að hressast og farinn að stríða eins og ég er vanur þannig að líklega fer ég á leikskólann á föstudaginn.  Ég er búinn að tala við pabba nokkrum sinnum í gegnum tölvuna en hann er að fíla Indland og lenti í afmælisveislu í gær þar sem voru pizzur og hamborgarar án kjöts!  Held að hann sé ekki búinn að borða neitt kjöt síðan hann kom til Indlands á sunnudaginn, og finnst það bara gott mál.  Ég var í blóðprufu á mánudaginn og hún leit vel út, líklega er ég síðan á leiðinni út til Svíþjóðar um miðjan júní - er að fara í 2 ára skoðunina og við krossum fingur fyrir að það komi vel út, ekki satt!!  Er að fara í smá afmæliskvöldmat til Gumma afa og Öllu, en mamman á afmæli í dag, 35 ára!!!  En yndisleg móðursystir mín sagði mömmu að slaka á aldurskomplexunum því í dag er 35 hinn nýi 25 ára aldur!!  Það má lengi telja sér trú um það og mamma ætlar bara að fíiiiiila það að komast nær fertugsaldrinum og hana nú!

Með framfarakveðju,

Benjamín Nökkvi hinn Tvíhjólandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ! Vorum svo "heppin" að nýrri tölvan hjá okkur bilaði, svo við urðum að kúppla inn þeirri gömlu, og fundum þá síðuna ykkar þar! Til hamingju með afmælið, Eygló!! Sendum líka kveðju til Nikulásar, Teklu og Benjamíns og vonum að sé að ná sér vel eftir magapestina. Vonandi sjáumst við í sumar.

Bless, bless. Sigga og Siggi.

P.S. Auðvitað biðjum við líka að heilsa öllum hinum sem við þekkjum sameiginlega.

Sigurgeir o. Sigríður (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með múttuna þína, 35 ára er sko frábær aldur!! 

Gaman að lesa hvað þú ert orðinn hress, litli kútur. Ég er búin að fylgjast með þér í ca 2 ár, eða síðan þú fórst í seinni mergskiptin. Alger hetja.

Kærleikskveðja... 

SigrúnSveitó, 20.5.2007 kl. 12:26

3 identicon

Hæ sæti

Fann loksins aftur slóðina á þig. Þú ert sko duglegur strákur að vera farinn að hjóla svona.

Bið að heilsa öllum

knus

lára frænka

Lára María (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:40

4 identicon

Hæhæ duglegi strákur, mamma kíkir stundum hérna inn til þess að fylgjast með þér.  Ættlaði nú að vera búin að kvitta fyrir löngu en svona er þetta stundum.  Fólk rugglar okkur stundum saman þegar það hittir okkur fyrst því að nöfnin okkar eru svo lík og það hafa svo margir heyrt af þér eða lesið síðuna þína, það mætti eiginlega segja að þú værir frægur fyrir það hvað þú ert mikil hetja :)

Vonandni gengur allt vel hjá þér áfram

kv. Benjamín Rökkvi og mammslan hans

Benjamín Rökkvi (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband