Leita í fréttum mbl.is

Útlagarnir komnir aftur!

Hi, how are you today?  Þetta var setningin sem mamma og pabbi heyrðu endalaust þegar þau voru í New York.  Mamma var alltaf að reyna að finna eitthvað kurteist svar á móti og var að verða sleip í að segja (mjög hratt!) "Fine, thank you, and how are you" - ástæðan fyrir að hún reyndi að svara hratt var sú að hún var búin að kveikja á perunni að líklegast var ekki beint ætlast til að maður svari heldur er þetta svona kurteisisfrasi sem er notaður í Bandaríkjunum, en þar sem mamma er kurteis kona æfði hún sig samt í að finna hentugt svarWink  Pabbi, aftur á móti, hefur farið nokkrum sinnum áður til US og honum fannst að maður ætti bara að svara "I'm all nice and dandy", en þannig var víst svarað þegar pabbi þvældist um Ameríku að skoða meðferðarheimili einhvern tíma á síðustu öld.  Mömmu fannst nú ekki hægt að nota svona sveitamállýsku (enda í New York - borg borganna) og var sannfærð um að svona Minnesotasvar myndi ekki henta á Fifth Avenue (fyrir þá sem ekki vita þá er Fimmta breiðgata svona tískuhúsagata, agalega mikið af merkilegum fötum (lesist merkjafötum!) og merkilegu starfsfólki (lesist snobbað!)).  Anyways, þá höfðum við það brjálæðislega gott hjá afa, ömmu og Rakel Ástrós, borðuðum páskaegg og annað gómsætt.  Ég er orðinn betri af kvefinu, varla hægt að heyra hósta, en Teklan mín fékk slæmt kvef í vikunni og hóstar ljótum hósta.  Fékk æðislegan Lightning McQeen bíl sem talar og hægt er að láta keyra í allskonar hlykki og skrans - fékk líka fótboltaskó sem ég var búinn að biðja um, Svamp Sveinsson boli og spil, og margt fleira.  Læt heyra í mér bráðlega aftur.

Með Dunkin Donut'skveðju,

Benjamín Nökkvi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ litli súper donut´s gaur gott að heyra kvef í renun er  bara fínt, mér heyrist þú bara allur vera að hressast og mikið er maður þá feginn.´Þú verður svo bara að halda áfram að láta þér batna svo þú getir skoppað í fótbolta í sumar. Bið að heilsa öllum

bestu kveðjur frá Villu

Villa (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband