Leita í fréttum mbl.is

"Ég vildi óska þess að ég hefði ekki fengið krabbamein þegar ég var lítill"

Þessi orð féllu af vörum Benjamíns Nökkva fyrir augnabliki og mikið rosalega framkallaði það mikla sorg hjá mömmunni Crying. Benjamín er farinn að spá mikið meira í lífinu sínu enda verður hann 8 ára í sumar og er farinn að skilja að allir hafa ekki fengið krabbamein, farið í tvenn beinmergsskipti, í kringum 200 svæfingar, fengið margsinnis innvortis blæðingar, og farið í svo margar blóðprufur að aldrei verður hægt að telja þær. Hann veit líka að við urðum að flytja úr landi til að reyna að fá lækningu við lungnasjúkdómnum sem hann greindist með í sumar - og hann er núna að finna fyrir þeirri einangrun sem hann þarf að búa við vegna þess hversu ónæmisbældur hann er og í fyrsta sinn er ég (mamman) að heyra ofurglaða strákinn minn tala um að lífið er svolítið ósanngjarnt við hann!!! Mömmuhjartað í kremju en áfram heldur maður ávallt höfðinu hátt, hlustar, brosir til hans og reynir að svara öllum vangaveltum hans eftir bestu getu - en að innan grætur sálin þegar maður fær spurninguna "Mamma, ertu viss um að ég fái aldrei krabbamein aftur??".

Já, lífið getur verið töff og þungt, og svo sannarlega er ólýsanlega erfitt að heyra allar þessar vangaveltur - en þó svo fínt að KRAFTAVERKIÐ okkar skuli ræða þetta, þiggja hálfmáttlaus svör, og halda svo áfram að biðja um að láta setja upp hanakamb, horfa á ensku, spænsku, og ítölsku deildirnar í fótboltanum, spila FIFA í tölvunni, hlæja óstöðvandi, smitandi hlátri yfir öllu mögulegu..... Aðlögunarhæfni barna er einstök og ég dáist að Benjamín Nökkva, Hrafnhildi Teklu, og Nikulási Inga, yfir því hvernig þau hafa tekist á við að lifa með veikindum í 7 og hálft ár, og samt átt svo mikla gleði í lífinu. ÞAU ERU HETJURNAR OG FYRIRMYNDIRNAR MÍNAR Heart

Mamman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 10:24

2 identicon

Ynsilegar hetjur öll. Hugsa til ykkar. Kveðja að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 21:16

3 Smámynd: Kidda

Gangi ykkur sem allra best

Kidda, 19.3.2011 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband