Leita í fréttum mbl.is

Lífið er list!

Ætla bara að hafa þetta stutt í dag - er enn á gjörgæsluskurðdeildinni eftir aðgerðir dagsins, er fremur lúinn og með töluverða verki en er samt búinn að vera vakandi svolítið og rífast yfir því að ég ætti mögulega ekki að fá að fara upp á deild áður en fótboltaleikir dagsins byrjuðuCool!!

Það voru semsagt teknar úr mér 5 tennur (barnatennur, þar sem ekki var pláss í gómnum mínum fyrir þær fullorðinstennur sem voru komnar), sýni tekin úr lifrinni minni til að athuga hvaða hnútur er þetta er sem sést í ómun, og svo var gerð magaspeglun þar sem þrjár æðar voru "kyrktar", þ.e. settar voru teygjur utanum þrjár æðar í vélindanu þar sem þær litu ekki nógu vel út og hefðu getað farið að blæða, að lokum voru teknir separ úr maganum mínum - semsagt mikið krukkað í kroppnum mínum í dag!!!!

Nú er ég loks kominn aftur upp á deildina, en sem betur fer þurfti ég ekki að sofa á gjörgæsludeildinni því þá hefði mammslan líklega þurft að sofa í stól í nótt - ekki það að það sé það versta sem hefði getað gerst Wink.

Læt vita betur af mér á morgun þegar mér líður pínu betur - nú er mér bara óglatt og þarf að gubba þannig að mamma ætlar að hætta í bili.

Með HrikalegriTöffaraKveðju,

Benjamín Nökkvi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*REGNBOGALJÓS* OG BATNAÐARSTRAUMAR Á HETJUNA/ HETJURNAR!!!!

Vala (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 20:34

2 Smámynd: Ragnheiður

angans kallinn, var verið að krukka í fallegasta strákinn ? vonandi þarf ekkert að vera að gera mikið af því :)

Kær kveðja sæti töffarinn.

Ragnheiður , 1.2.2011 kl. 23:39

3 identicon

Þvílíkt álag á einn kropp en töffarinn hann Benjamín er einstakur og mikill töffari :).  Einlægar batakveðjur að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 14:43

4 identicon

Hæ, datt inn á síðuna ykkar og var að lesa allt sem á undan er gengið, á ekki til orð! Þið eruð einstök fjölskylda og stuðboltinn ykkar er öðrum svo sannarlega góð fyrirmynd, alveg einstakur, man eftir honum litlum í leikskólanum þar sem ég var að vinna, alveg frábær persóna eins og þau öll systkinin! Takk fyrir að deila þessu og farið vel með ykkur!

Kveðja Eyja

Eyja (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband