Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Tókst ekki að deila glærunum með ykkur, verður bara að hafa það.

Hæ elskurnar mínar, langt síðan síðast og það verður ekki langt í þetta sinn þar sem ritarinn minn situr á Heathrow á leið til Mumbai á Indlandi, og nettengingin er afskaplega takmörkuð.  Yepp, heyrðuð rétt, mamman er á leið til Indlands - á alþjóðlega ráðstefnu í tenglsum við krabbamein í börnum!  Foreldrar mínir eru svolítið klikkaðir, en ég held að veikindi mín hafi kennt þeim að reyna að láta draumana rætast, ef hægt er, og njóta lífsins eins vel og hægt er.  Þannig að þrátt fyrir "innra hrun" hjá þeim gömlu (á að skiljast sem andlegt niðurbrot eftir langa og stranga baráttu - en fyrirlesturinn hennar mömmu fjallaði einmitt um hvað getur átt sér stað eftir að mesti hasarinn, tengdum alvarlegum veikindum, er yfirstaðinn - niðurbrot, þreyta, skömm yfir að líða þannig, osfrv.), þá reyna þau að láta sér (og okkur) líða vel og lifa hér og nú (og hana nú!).  Ég er enn kvefaður - búinn að vera það í rúmar 3 vikur og mamma búinn að fara með mig tvær aukaferðir upp á spító þar sem kvíðinn fyrir að nú væri allt farið af stað aftur var að trylla hana (og fleiri).  Sigrún hjúkka sagði mömmu að koma með mig aftur í gær þar sem mamma væri að fara og hún þekkir mömmu svo vel að hún vissi að mamma gæti aldrei farið í svona langt ferðalag með risakvíðahnút í maganum.  Það var samt ekki tekinn blóðprufa, en síðustu prufur komu vel út eins og ég var búin að láta ykkur vita, en ég var hlustaður og svona, smá hljóð í lungunum mínum en ekkert alvarlegt og Guðmundi Góða og Sigrúnu leist bara ágætlega á mig og sögðu mömmu að þetta væri bara nokkuð eðlilegt að það tæki mig svona lengi að vinna á kvefi, þar sem ónæmiskerfið mitt væri að "æfa" sig að ráða sjálft við svona kvefpestir.  Megum heldur ekki gleyma því að frá september fram í mars í fyrra urðu kvefpestir til þess að lungun mín voru rosa slöpp og veik og ég þurfti töluverðar innlagnir og súrefnismeðferð var nánast í hverjum mánuði.  Þannig að þetta hljóta að vera framfarirSmile  Er mjög lystarmikill þessa dagana en hvert maturinn fer veit ég ekki (jú, í klósettið!), hann fer allavega ekki utan á mig og núna hef ég aftur lést - úr 12,1 kg. í 11,7 á tveim vikum - BAHHHHH, þreytandi þessi lélega þyngdaraukning, en það er líklega hluti af síðbúnum afleiðingum að meltingarfærin mín eru lúin og léleg.

Með bjartsýniskveðjuumfitun,

Benjamín Nökkvi Hinn Grannvaxni


Langar að deila smá með ykkur!

Hæ elskurnar, lítið að frétta nema fyrsta kvefpestin hefur gert vart við sig og er nú búin að vara í 10 daga.  Byrjaði að kvefast, varð svo betri, og svo verri aftur.  Mamma fór til Gautaborgar síðasta mánudag með hnút í maganum vegna þess að ég var með kvef en þar sem ég var batnandi ákvað hún að fara á mjög spennandi fjölskylduviku fyrir fjölskyldur barna sem farið hafa í beinmergsskipti.  Hún fór sem meðlimur vinnuhóps á vegum SKB (Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna) - um síðbúnar afleiðingar eftir að hafa verið með krabbamein sem barn.  Mamma kom heim á föstudag og fannst ég smá hressari en strax á laugardag fannst henni sem ég væri fölari en venjulega og frekar slappur.  Við vorum með afmæli fyrir Nikulás, en hann var 9 ára 9 október, og afmælinu tengdust erfiðar minningar þegar ég greindist fyrst fyrir fjórum árum - einmitt sama dag og við héldum upp á afmælið hans Nikulásar, nema þá varð hann bara 5 ára.  Anyways, þá var þessi slappleiki og fölvi alveg að fara með mömmu (og pabba + fleiri úr stórfjölskyldunni sem fannst ég vera fölur og slapparalegur).  Til að gera langa sögu stutta enduðum við með að fara upp á spító í morgun, þar sem ég var kominn með hita og martraðir mömmu um endurkomu hvítblæðisins voru að gera hana geggjaða þannig að best var að klára þessa blóðprufu til að fá staðfestingu á ástandi mínu.  Pjúff, hvað það var erfið bið eftir niðurstöðunum - en ég vil taka það fram að það yndislega fólk sem tengist okkur á Barnaspítalanum er alltaf tilbúið að hlusta á kvíða og taka foreldrana alvarlega.  Það kom í ljós að ég er með einhverja sýkingu, hvítu voru smá há en rétt hlutföll og rauðu blóðgildin mín voru góð - sem þýðir að ekkert bendir til annars en að ég sé bara með fyrsta haustkvefið sem herjar svolítið hressilega á mig.

Langar að deila með ykkur (ef hægt er) fyrirlestri sem mamma hélt á Grand Hótel um ´"Hvað svo, lífið eftir að barn greinist með krabbamein".

Með haustkveðju,

Benjamín Nökkvi Fiskibolla (elska sko steiktar farsfiskibollur með karrýsósu!).


Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband